Framtíð almenningssamgangna

Eitt mesta hagsmunamál framtíðarkynslóða íslendinga eru stórbættar almenningssamgöngur. Rafknúnar lestir verða þá efstar á blaði, þar sem þær eru hagkvæmar og krefjast ekki innfluttrar orku. Lestatengingar út frá Reykjavík verða jafn sjálfsagðir hlutir eins og bílvegir í dag. Ég sé fyrir mér raflestir Reykjavík-Keflavík, einnig frá Reykjavík til Selfoss, og þaðan yfir Kjöl til Akureyrar. Þetta eru ekki draumórar, þetta verður nauðsynlegur hluti af tilveru íslendinga eftir einhverja áratugi. Við eigum að eyrnamerkja væntanlegar tekjur af olíuauðnum sem mun falla okkur í skaut til að fjármagna framkvæmdir við raflestarsamgöngur. Þeim tekjum verður ekki betur varið.
mbl.is Kanna á ný kosti raflestar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband