Flóðbylgjuhætta ?

Er ekki hætta á flóðbylgjum við stóra skjálfta eins og menn búast núna við ?
mbl.is Lýsa yfir óvissustigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Svo langt sem ég skil, þá þyrfti mikið stærri skjálfta til þess að mynda flóðbylgju.

Auk þess sem það þarf að vera einhver stórkostleg breyting á botni sjávar, svo að mikið magn af vatni færist mjög snögglega úr stað.

T.d. með hjálp skriðu, eða þá að jarðflekar færist upp og undir hvorn annan (svo að vatnið "falli" lóðrétt), neðansjávar eldgos,

Nú er ég enginn sérfræðingur í þessu, en ég held að það þurfi frekar stóran skjálfta auk þeirra afleiðinga sem ég minntist á hér að ofan til þess að valda flóðbylgju. Amk svo stórri að það hún gæti valdið tjóni eða mannfalli.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 20:45

2 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Skjálfti af þessari stærðargráðu sem spáð er (6,8 á Richter) er mun stærri en Suðurlandsskjálftarnir  árið 2000 og ollu þeir skjálftar talsverðum breytingum og stórum sprungum. Ég minnist snóflóðs á Vestfjörðum (í Súgandafirði að mig minnir) sem olli flóðbylgju handan fjarðarins svo menn áttu fótum fjör að launa, og þóttu það mikil tíðindi, svo sjá má að ekki þarf mikið til, til að valda flóðbylgju.

Stefán Þ Ingólfsson, 24.10.2012 kl. 21:28

3 identicon

stærsti skjálfti sem orðið hefur hér á landi var á Grímseyjasvæðinu þegar ég var smá polli norður í fljótum.Man aðeins eftir honum.Ætli það hafi ekki verið 1963 eða 1964.Held hann hafi verið 7.0 á richter,Svo þetta er ekkert einsdæmi.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 21:37

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Flóðbylgjur geta orðið til af jarðskjálfta af öllum stærðargráðum. Hinsvegar er spurning hvort að aðstæðurnar séu þannig að flóðbylgjurnar verði stórar og mannskæðar.

Jarðskjálftar valda ekki alltaf flóðbylgjum.

Skriður neðansjávar geta komið án jarðskjálfta t.d. Það sem í raun veldur flóðbylgjum, er að mikið magn af vatni færist lóðrétt til. Semsagt, það fellur.

Því stærri sem jarðskjálftinn er, því lengra geta bylgjunar ferðast, og eftir því sem vatnið verður grynnra því stærri verða öldurnar.

Flóðbylgjur eru heldur ekki bundnar við hafið. Heldur verða þær líka til í stöðuvötnum.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.10.2012 kl. 21:44

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kvöldið, ekki sé ég flóð af völdum jarðskjáfta en annað er með skriðuföll.

Sigurður Haraldsson, 24.10.2012 kl. 23:16

6 identicon

Var ekki sá stóri árið 2000 um 6,5 og 6,6?

Heiða (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 23:19

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þá veistu það Stefán. Þú getur andað rólega. Þér hefur hlotnast sá heiður að fá draumavísindamanninn hann Sigurð Haraldsson (sem ekki ætti að rugla saman við eldfjallafræðinginn Harald Sigurðsson) til að koma með sitt sérfræðiálit.

En eins og við öll vitum þá er fer þessi sérfræðigrein hröðum skrefum upp stiga viðurkenndra vísinda.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.10.2012 kl. 00:27

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ingibjörg.

Sigurður Haraldsson, 25.10.2012 kl. 04:01

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jaðrvísindamenn vita eða þykjast vita sama og ekkert þegar kemur að alvöruni þannig er þessu nú háttað hjá okkur í dag þrátt fyrir allar upplýsingar og lærdóm sem menn fá, þá gefur jörðin alltaf nýjar upplýsingar sem koma þeim á óvart.

Sigurður Haraldsson, 25.10.2012 kl. 04:09

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef jarðfræðingar vita minna en ekkert í dag Sigurður, hvað varð um alla þekkinguna sem til var og þú gleyptir í þig í einum jarðfræðitíma á gelgjuskeiðinu?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.10.2012 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband