19.2.2012 | 16:39
Hriktir í lagastoð verðtryggingar.
Með nýjasta dómi Hæstaréttar sýnist mér hrikta all hressilega í þeirri lagastoð sem lögin um verðtryggingu byggir á. Þegar menn gera upp afborgrun af láni (verðtryggðu) þá er óheimilt að hækka eftistöðvar lánssins, enda brýtur það gegn stjórnarskránni og vafalaust fleiri mannéttindasáttmálum.
Verðtryggð lán verði lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skýtur skökku við að heyra talsmenn lífeyrissjóða tala um eignarrétt á verðbótum. Það spurði enginn um eignarrétt lántakanda þegar eignarhlutur hans í húsnæði var skertur með höfuðstólsfærslu umræddra verðbóta.
Eitt það mikilvægasta við dóm hæstaréttar frá liðinni viku er einmitt, að eignarréttur er ekki stefnuvirkur, heldur gildir hann á báða bóga.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 17:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.