Íslendingur vinnur gull.

Ástæða er til að óska Þóri Hergeirssyni til hamingju með þennann stókostlega árangur neð norsku stelpurnar. Til hamingju !
mbl.is Þórir ólympíumeistari með norska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hood Sökkt

Staðsetning Bismarks er skotið var á Hood var 63°10*- 32°00* og það fylgir sögunni að Hood hafi verið statt um 18 km austur af þessari staðsetningu, er það sprakk í loft upp, sem þýðir að Hood hafi sokkið rétt við 200 mílna mörk Íslands. Sprengikúla Bismarks hæfði skotfæra- og tundurduflalager Hood í miðju skipinu.
mbl.is Paul Allen kafar að Hood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingarvítisvélin

Það sem er miklu alvarlegra er að öll verðtryggð lán íslenskra heimila munu hækka um milljarða. Þau áhrif geta jafnast á við áhrifin af hruni krónunnar. Úr klóm þessarar vítisvélar þurfum við að losna strax.
mbl.is Mun hækka matvöruverð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rolluvænn Volvo

Það er örugglega algengara að ekið sé á rollur á Íslandi en fólk, þetta ætti að koma bændum til góða.
mbl.is Loftpúðar í Volvo fyrir gangandi vegfarendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HMS Hood var stærra en Titanic

Mannskæðasti atburður sem orðið hefur undan ströndum Íslands var þegar breska herskipinu HMS Hood var sökkt í mikilli sjóorustu vestur af Reykjanesi af þýzka herskipinu Bismark í seinni heimsstyrjöld. Þetta gerðist 24. maí 1941 og þar fórust 1428 manns og aðeins þrír björguðust. Þetta gerðist innan 200 mílna marka Íslands. Sprengjugnýrinn heyrðist alla leið til Reykjavíkur.


mbl.is „Skipsflökin eru okkar Titanic“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðdalur

Hægri grænir vilja taka upp Ríkisdal og tengja hann við bandaríkjadollar, mætti ekki alveg eins hugsa sé að taka upp Norðdal og tengja hann við norsku krónuna. Það gæti verið til heiðurs Jóhannesi Norðdal, sem var okkar besti seðlabankastjóri.
mbl.is Telur einhliða upptöku færa leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirtækjaráðgjöf

Hefur þessi starfsemi Landsbankans opinbert starfsleyfi sem fyrirtækja og fasteignasala ? Hvað segja fasteignasalar um þetta ? Er þessi starfsemi ekki alveg örugglega lögleg ?
mbl.is Tryggingamiðstöðin til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti kosturinn

Að semja við norðmenn um tengingu ísl. krónunnar við þá norsku er tvímælalaust besti kosturinn sem Íslendingar hafa. Sú leið sem Færeyingar fóru að tengjast dönsku krónunni hefur reynst þeim farsæl.  Íslendingar eiga mikla sameiginlega hagsmuni með Norðmönnum. Atvinnu og efnahagslíf beggja landanna er mjög áþekkt, að ekki sé talað um samvinnu um mögulega olíuvinnslu. Með þessu móti myndum við tengjast einu öflugasta hagkerfi heims og losna úr þessari gengdarlausu verðtryggingarvitleysu.
mbl.is Norðmenn græða á myntsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan

Lausn vandamálsins með íslensku krónuna væri að tengja hana við þá norsku, svipað og sú færeyska er tengd við gengi þeirrar dönsku. Þá værum við komin með tengingu við sterkasta gjaldmiðil heims. Við þurfum að semja við norðmenn um þetta, við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta á svo mörgum sviðum.
mbl.is Norska krónan styrkist enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hriktir í lagastoð verðtryggingar.

Með nýjasta dómi Hæstaréttar sýnist mér hrikta all hressilega í þeirri lagastoð sem lögin um verðtryggingu byggir á. Þegar menn gera upp afborgrun af láni  (verðtryggðu) þá er óheimilt að hækka eftistöðvar lánssins, enda brýtur það gegn stjórnarskránni og vafalaust fleiri mannéttindasáttmálum.
mbl.is Verðtryggð lán verði lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband